Meginmál

Lánamál ríkisins

Samkvæmt samningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs sinnir bankinn verkefnum í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs.
Upplýsingar um verkefni Lánamála ríkisins er hægt að nálgast á vefsíðu lánamála: Lánamál ríkisins

Lánshæfi ríkissjóðs

Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands: Moody’s Investors ServiceFitch Ratings og Standard & Poor’s. Samkvæmt samningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs sinnir bankinn verkefnum í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Seðlabanki Íslands hefur áður farið með regluleg samskipti við matsfyrirtækin fyrir hönd ríkissjóðs en samskipti við matsfyrirtækin eru nú í höndum fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Samantekt á gögnum um lánshæfi ríkissjóðs var hætt á síðu Seðlabankans í árslok 2021. Hægt er að nálgast upplýsingar um lánshæfi ríkissjóðs á vef Stjórnarráðs: Lánshæfi ríkissjóðs.

Standard & Poor’s