Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd janúar-júní 1997

ATH: Þessi grein er frá 18. september 1997 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands á greiðslujöfnuði við útlöndvar 3,2 milljarða króna viðskiptahalli á öðrum fjórðungi ársins. Á sama tímabilií fyrra var viðskiptahallinn 3,8 milljarðar króna. Minni halli á viðskiptum viðútlönd í ár stafar af hagstæðari þjónustujöfnuði sem og jöfnuði þáttatekna ogrekstrarframlaga frá útlöndum. Vöruskiptajöfnuður var aftur á móti lakari áfyrri árshelmingi 1997 en á sama tíma í fyrra vegna meiri innflutningsfjárfestingarvara en á sama tímabili 1996.

  Fjármagnsjöfnuður við útlönd hefur einkennst af auknu innstreymilánsfjármagns og bættri gjaldeyrisstöðu Seðlabankans. Gjaldeyrisforðinnstyrktist um 8,5 milljarða króna á öðrum fjórðungi ársins og samtals óx hann um3,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hreint fjármagnsinnstreymivegna beinna fjárfestinga stafaði að miklu leyti af stækkun álversins íStraumsvík. Erlend verðbréfakaup jukust á öðrum fjórðungi ársins vegna meirifjárfestinga lífeyrissjóða í útlöndum. Innlánsstofnanir áttu stærstan þátt íöðru fjármagnsinnstreymi til landsins á fyrri hluta ársins með auknum lántökumog lækkun erlendra eigna. Ríkissjóður, sveitarfélög, lánasjóðir og fyrirtækihafa lækkað erlendar skuldir sínar á þessu ári. Hrein skuldastaða þjóðarbúsinsvið útlönd var um 227 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs 1997.

  Meðfylgjandi tafla sýnir helstu liði greiðslujafnaðar við útlönd,en ítarlegri upplýsingar verða birtar í septemberhefti Hagtalna mánaðarins.Jakob Gunnarsson deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabankans veitir nánariupplýsingar í síma 569-9600.

Nr. 25/1997

18. september 1997