Lenging á lágmarksláns- og binditíma verðtryggðra út- og innlána
Samkvæmt reglum um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár sem SeðlabankiÍslands setti í júní 1995 verður sú breyting nú um áramótin að lágmarkslánstímiverðtryggðra lána verður fimm ár í stað þriggja og lágmarksbinditími innlánalengist úr einu ári í þrjú.
Þessi breyting er áfangi að því marki að draga úr notkun verðtryggingará skuldbindingum til skamms tíma. Fyrsti áfangi þessara breytinga tók gildi íársbyrjun 1996 er lágmarksbinditími verðtryggðra innlána var lengdur í eitt árog lágmarkslánstími verðtryggðra útlána og skuldabréfa í þrjú ár.
Í ofangreindum reglum kom jafnframt fram að stefnt væri að lokaáfangabreytinga á verðtryggingarreglunum í byrjun ársins 2000 þegar heimild tilverðtryggingar innlána félli brott en lágmarkslánstími verðtryggðra útlána ogskuldabréfa lengdist í sjö ár. Endanleg ákvörðun um þennan áfanga liggur þó ekkifyrir.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabankans og Yngvi ÖrnKristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs bankans, í síma 569-9600.
Nr. 37/1997
30. desember 1997