Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands varð 8,1milljarða króna viðskiptahalli á árinu 1997 samanborið við 8,9 milljarða krónahalla árið áður. Fjármagnshreyfingar einkenndust annars vegar af mikluinnstreymi vegna beinna fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi og erlendra lánalánastofnana og hins vegar af vaxandi gjaldeyrisútstreymi vegna kaupa á erlendumverðbréfum og annarrar eignamyndunar, einkum innlánsstofnana, í útlöndum.Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 3,2 milljarða króna á árinu 1997 enhann hafði vaxið um 10,2 milljarða króna árið áður.
Á síðasta fjórðungi ársins varð 3,7 milljarða króna halli á viðskiptum viðútlönd. Á sama tímabili árið áður var hallinn 3,9 milljarðar króna.Fjármagnsinnstreymi mældist um 7,7 milljarðar króna. GjaldeyrisforðiSeðlabankans minnkaði um 2,9 milljarða króna og nam 27,8 milljörðum króna íárslok 1997.
Taflan sýnir samandregið yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd.Ítarlegar upplýsingar um greiðslujöfnuðinn verða birtar í næstu útgáfu Hagtalnamánaðarins.
Nr. 6/1998
3. mars 1998