Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti í viðskiptumbankans við lánastofnanir. Ávöxtun í endurhverfum viðskiptum verður hækkuð um0,4% á næsta uppboði, ávöxtun daglána hækkar þegar í stað um 0,4% og vextir afinnstæðum lánastofnana í Seðlabankanum um 0,4%. Þá hyggst bankastjórnSeðlabankans leggja lausafjárkvöð á lánastofnanir og verða reglur um hanastaðfestar á næstu dögum. Þessar aðgerðir hafa þann tilgang að hamla gegn miklumvexti innlendrar eftirspurnar, styrkja gjaldeyrisforða, draga úr útlánaaukninguog draga úr áhættu tengdri fjármögnun bankakerfisins.
Innlend eftirspurn hefur vaxið hratt að undanförnu og endurspeglast m.a. ímiklum innflutningi. Við þau skilyrði sem nú ríkja í þjóðarbúskapnum, semeinkennast af hárri nýtingu framleiðslugetu og litlu atvinnuleysi, gætiáframhaldandi mikill eftirspurnarvöxtur raskað þeim verðstöðugleika sem hérhefur ríkt að undanförnu. Vöxtur peningastærða og útlána gefur vísbendingu umundirliggjandi vöxt eftirspurnar en kyndir um leið undir honum. Í desember spáðiÞjóðhagsstofnun því að draga myndi úr vexti eftirspurnar á þessu ári. Enn semkomið er bendir fátt til þess að hann sé tekinn að hjaðna í þeim mæli sem spáingerði ráð fyrir og útlán vaxa enn hratt. Því telur bankastjórn Seðlabankansóhjákvæmilegt að auka enn aðhald í peningamálum með aðgerðum sem m.a. gætudregið úr útlánagetu lánastofnana, a.m.k. um hríð.
Lausafjárreglurnar hafa verið undirbúnar um nokkurt skeið og eru þær fyrst ogfremst hugsaðar sem varúðaraðgerð, þ.e. að tryggja að lánastofnanir eigi jafnanlaust fé yfir tilgreindu lágmarki til þess að vera vel færar um að mætaskuldbindingum sínum. Hliðstæðar reglur gilda meðal ýmissa annarra þjóða. Endaþótt reglurnar séu öðru fremur varúðarreglur munu þær í byrjun hemja útlánagetustofnana sem þær munu ná til. Þær munu einnig hvetja lánastofnanir til að dragaúr fjármögnun útlána með erlendu lánsfé til skamms tíma, en það getur veriðáhættusamt fyrir þær eins og vikið var að í haustskýrslu bankans sem gefin varút í nóvember 1998.
Í haustskýrslu bankans var sérstaklega vikið að útlánaþróun lánastofnana.Bankastjórn Seðlabankans telur enn ríka ástæðu til þess að brýna varfærnaútlánastefnu fyrir lánastofnunum og ráðdeild og varkárni í lántökum fyrirfyrirtækjum en þó sérstaklega heimilum landsins. Lánsfjármögnun einkaneyslu íþeim mæli sem verið hefur að undanförnu gengur tæpast til lengdar.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.
12/1999
23. febrúar 1999