Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd 1998

ATH: Þessi grein er frá 8. mars 1999 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var viðskiptahallinn 33,5milljarðar króna á árinu 1998 samanborið við 7,6 milljarða króna halla áriðáður. Í síðustu opinberu þjóðhagsspá var gert ráð fyrir 35 milljarða krónahalla. Minni viðskiptahalli en spáð var skýrist að öllu leyti af hagstæðarijöfnuði þáttatekna (þ.e. vexta, arðs og launa) vegna meiri metinnar ávöxtunar aferlendri verðbréfaeign þjóðarinnar en áður. Vöru- og þjónustuviðskipti urðu 1,5milljarði króna óhagstæðari en spáð hafði verið. Á árinu 1998 var mikiðfjármagnsinnstreymi vegna erlendra lána lánastofnana og atvinnufyrirtækja. Íheild var fjármagnsjöfnuður við útlönd jákvæður um 37,8 milljarða króna þráttfyrir umtalsvert fjárútstreymi vegna endurgreiðslu á erlendum skuldum ríkissjóðsog fjárfestinga í erlendum verðbréfum. Jöfnuður ríkti í beinum fjárfestingumÍslendinga erlendis og erlendra aðila hér á landi, um 7 milljarðar króna hvortum sig. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 2,3 milljarða króna og nam um 30milljörðum króna í árslok.

Á síðasta fjórðungi ársins var 3,3 milljarða króna halli á viðskiptum viðútlönd sem var nokkru minna en á síðasta fjórðungi ársins 1997.Fjármagnsinnstreymi mældist um 14 milljarðar króna og var skekkjuliðurgreiðslujafnaðar því stór og neikvæður um 10 milljarða króna. Að hluta tiljafnast þessi skekkja út yfir árið en þó hefur ekki tekist með reglulegrigagnaöflun að skýra rúmlega 4 milljarða króna fjárstreymi úr landi á hvoruáranna 1997 og 1998.

 Taflan sýnir samandregið yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd.Ítarlegar upplýsingar um greiðslujöfnuðinn verða birtar í næsta tölublaðiHagtalna mánaðarins.

Nr. 16/1999

8. mars 1999