Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd janúar-júní 1999

ATH: Þessi grein er frá 9. september 1999 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands varð19,6 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrri helmingi ársinssamanborið við 21,2 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Innstreymi fjármældist 16,5 milljarðar króna á fyrri árshelmingi 1999 og skýrist það aferlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu lánastofnana og atvinnufyrirtækja íútlöndum. Útstreymi fjár vegna erlendra verðbréfakaupa nam 18,3 milljörðum krónaog innlánsstofnanir juku erlendar eignir sínar, aðrar en verðbréf, umtalsvert áfyrri hluta ársins. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst á sama tíma um 0,7milljarða króna og nam 31,1 milljarði króna í lok júní 1999.

Kaup og sala flugvéla og skipa valda iðulega miklum sveiflum íutanríkisviðskiptum. Á fyrri helmingi ársins nam innflutningur skipa og flugvéla2,7 milljörðum króna umfram útflutning þeirra samanborið við 5,7 milljarða krónaí fyrra. Í heild jókst útflutningur vöru og þjónustu um 7,8% á fyrri hlutaársins frá sama tíma í fyrra en innflutningur um 3,6%. Samtals var hallinn ávöru- og þjónustuviðskiptum rúmlega 3 milljörðum króna minni á fyrri hlutaársins en á sama tímabili í fyrra, en hallinn á þáttatekjum og rekstrarframlögumnettó var um 1,7 milljarða króna meiri. (Þáttatekjur eru laun, vextir ogarðgreiðslur, en rekstrarframlög eru t.d. opinber framlög til alþjóðastofnana,gjafir, styrkir, skaðabætur og skattar lögaðila.)

Taflan að neðan sýnir samandregið ársfjórðungslegt yfirlit umgreiðslujöfnuðinn við útlönd. Á meðfylgjandi yfirlitum eru ítarlegri upplýsingarum greiðslujöfnuðinn og erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Nr. 56/1999

9. september 1999