Meginmál

Endurskoðun á gengisskráningarvog

ATH: Þessi grein er frá 19. júlí 2000 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands hefur endurskoðað gengisskráningarvog krónunnar í ljósiutanríkisviðskipta ársins 1999. Slík endurskoðun fór síðast fram í júní 1999.Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingar frá fyrri vog. Nýja vogin munmæla gengisbreytingar frá gengisskráningu á morgun 20. júlí 2000 og þar tilnæsta endurskoðun fer fram um svipað leyti á næsta ári.

Gengisskráningarvoginer endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður.Markmiðið er að hún endurspegli ætíð eins vel og kostur er samsetninguutanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Frá og meðendurskoðuninni 1998 kom evran inn í gengisskráningarvog krónunnar í staðgjaldmiðla þeirra Evrópulanda sem urðu þátttakendur í Efnahags- og myntbandalagiEvrópu í upphafi síðasta árs. Áhersla er lögð á að hér er aðeins um að ræðatæknilega breytingu á þeirri gengisvog sem notuð er við daglegan útreikning ágengi krónunnar. Breytingin felur ekki í sér neina breytingu á gengisstefnuSeðlabankans. 

 Stærsta breytingin frá fyrri vog er að vægi evruminnkar um nær 3%. Á hinn bóginn eykst vægi breska pundsins um 1,4%,Bandaríkjadals um 0,6% og Norðurlandagjaldmiðla, þ.e.a.s. sænskrar, danskrar ognorskrar krónu, samanlagt um 1,1%.

Nánari upplýsingar veitir MárGuðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, í síma 569 9600.

Nr. 18 /2000

19. júlí 2000