Fara beint í Meginmál

Formenn bankastjórnar og bankaráðs valdir 25. maí 2001

Birgir Ísleifur Gunnarsson skipaður formaður bankastjórnar og Ólafur G.Einarsson kosinn formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands

Með vísan til 23. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands hefurforsætisráðherra skipað Birgi Ísleif Gunnarsson formann bankastjórnar SeðlabankaÍslands til sama tíma og skipun hans í embætti bankastjóra varir.

Á fyrsta fundi nýkjörins bankaráðs Seðlabanka Íslands sem haldinn var ímorgun var Ólafur G. Einarsson kosinn formaður bankaráðsins og DavíðAðalsteinsson varaformaður.

Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Friðriksson aðstoðarbankastjóri í síma569-9600.

Nr. 19/2001

25. maí 2001