Á fundi í dag urðubankastjórn Seðlabanka Íslands og forsvarsmenn viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaðisammála um að gera breytingu á innlendum gjaldeyrismarkaði sem taka mun gildi 1.júlí n.k. Viðskiptavakarnir eru Íslandsbanki hf., Landsbanki Íslands hf.,Búnaðarbanki Íslands hf. og Kaupþing hf. Breytingin felur í sér að Seðlabankinnmun til loka þessa árs greiða viðskiptavökunum umbun eftir vissum reglum fyrirað sinna hlutverki sínu en á þeim hvíla ríkar skyldur.
Breytingin er gerð í framhaldi af vinnu starfshóps sem settur var á laggirnarfyrir skömmu. Í honum sátu fulltrúar viðskiptavaka á innlendum gjaldeyrismarkaðiundir forystu Seðlabanka Íslands. Hópnum var ætlað að setja fram tillögur umumbætur á gjaldeyrismarkaði sem hefðu það að markmiði að auka dýpt hans, geraviðskiptavakahlutverkið aðlaðandi, draga úr sveiflum, koma í veg fyrir óþarfaspíralmyndun og stuðla að hagkvæmum viðskiptakostnaði. Starfshópurinn skilaðitillögum fyrir fáeinum dögum. Breytingin sem gerð verður nú er í samræmi viðeina tillagna hópsins. Viðskiptavakarnir telja hana afar mikilvæga og til þessað fallna að stuðla að markmiðunum sem lýst er að framan.
Áfram verður unnið að útfærslu annarra tillagna hópsins.
Erlend staða Seðlabanka Íslands efld
Eins og lýst erí frétt sem fjármálaráðuneytið gaf út í dag hefur verið ákveðið að ríkissjóðurtaki erlent lán að fjárhæð 25 milljarðar króna. Andvirði þess verður varið tilað efla erlenda stöðu Seðlabankans. Í frétt ráðuneytisins kemur fram að stefntsé að því að hluti af andvirði hins nýja láns verði eiginfjárframlag til bankansí ljósi nýrra laga um Seðlabanka Íslands sem gera ráð fyrir eflingueiginfjárstöðu hans. Þessi aðgerð styrkir erlenda stöðu bankans til mikillamuna.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaðurbankastjórnar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Nr. 25/2001
22. júní 2001