Meginmál

Seðlabankinn birtir hagvísa á vef sínum

ATH: Þessi grein er frá 20. september 2001 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands hefur um alllangt skeið tekið saman safnhelstu hagvísa af innlendum og erlendum vettvangi með nánast mánaðarlegumillibili, ásamt stuttu yfirliti um þróun þeirra. Samantektin hefur veriðþáttur í þeirri greiningu sem liggur að baki mati bankans á ástandi og horfum íefnahagsmálum. Hagvísarnir hafa til þessa einkum verið nýttir innan bankans.Héðan í frá mun Seðlabankinn hins vegar birta þetta safn hagvísa opinberlega áheimasíðu sinni undir heitinu Hagvísar Seðlabanka Íslands. Septemberútgáfa Hagvísa Seðlabanka Íslands hefur núverið birt á heimasíðu bankans. Til áramóta munu Hagvísar Seðlabanka Íslandsverða birtir á heimasíðu bankans eftir kl. 16 eftirtalda daga:

Fimmtudaginn 25. október

Fimmtudaginn 22. nóvember

Fimmtudaginn 20. desember.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson, aðalhagfræðingurSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 34/2001

19. september 2001