Meginmál

Seðlabanki Íslands lækkar vexti

ATH: Þessi grein er frá 1. ágúst 2002 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans íendurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,6 prósentur í 7,9% frá næstauppboði sem haldið verður 6. ágúst n.k.

Seðlabankinn lækkaði síðast vexti í endurhverfum viðskiptum um 0,3 prósentur21. júní sl. og hefur með vaxtalækkuninni sem nú hefur verið ákveðin lækkaðþessa vexti samtals um 2,2 prósentur frá byrjun apríl sl. og um 3,5 prósenturfrá því að þeir urðu hæstir á fyrri hluta árs 2001.

Til grundvallar ákvörðun bankastjórnar um lækkun vaxta nú eru verðbólguspábankans og mat á ástandi og horfum í efnahagsmálum sem birt voru íársfjórðungsriti bankans Peningamálum á heimasíðu hans í dag. Vísað er tilþeirra um rökstuðning að baki ákvörðuninni.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnarSeðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 26/2002

1. ágúst 2002