Fara beint í Meginmál

Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands desember 2002 8. janúar 2003

Meðfylgjandi eru upplýsingar úr efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands í lok desember 2002 og til samanburðar í lok desember 2001 ásamt breytingum í desember 2002 og frá ársbyrjun 2002.

Þar sem áramótauppgjöri og endurskoðun er ekki lokið eru tölur fyrir desemberlok 2002 bráðabirgðatölur og kunna þær að taka breytingum í endanlegu uppgjöri.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst lítillega milli mánaða og nam 37,2 milljörðum króna í lok desember (jafnvirði 462 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok).  Erlend skammtímalán bankans stóðu því sem næst í stað í mánuðinum og námu 16,5 milljörðum króna í lok hans.

Seðlabankinn keypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 1,1 milljarð króna, og er það er í samræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína sem kynnt var í frétt bankans nr. 28/2002.  Gengi íslensku krónunnar styrktist í mánuðinum um 2,6% og um 13,5% á árinu 2002.

Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 5,3 milljörðum króna í desemberlok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs 1,8 milljörðum króna.

Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 10 milljarða króna í desember og námu 69,1 milljarði króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðu lítillega í mánuðinum og námu 8,2 milljarði króna í mánaðarlok.

Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir jukust um 5,3 milljarða króna í desember og námu nettóinnstæður ríkissjóðs 20,9 milljörðum króna í lok mánaðarins.

Grunnfé bankans dróst saman í desember um 7,6 milljarða króna og nam það 32,6 milljörðum króna í mánaðarlok.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabankans
Í milljónum króna
Staða í lok tímabilsHreyfingar 2002
DesemberDesemberFrá ára-Í
Eignaliðir :20012002mótumdesember
Gjaldeyrisforði36.57337.193619648
Markaðsskráð verðbréf5.0995.26016296
Ríkissjóðs2.1441.816-32920
Annarra2.9543.44549075
Kröfur á innlánsstofnanir54.05369.14115.088-9.982
Kröfur á aðrar fjármálastofnanir22.7748.227-14.548130
Skuldaliðir:
Erlendar skuldir til skamms tíma14.97916.4991.52095
Seðlar og mynt9.1749.590416314
Almennar innstæður innlánsstofnana9651.163199-168
Staða á bindireikningum innlánsstofnana17.67821.8744.196-7.711
Almennar innstæður annarra fjármálastofnana83775-762-715
Staða á bindireikningum annarra fjármálastofnana1.2881.259-29-46
Liðir til skýringar :
Gjaldeyrisstaða Seðlabankans, nettó:21.59520.694-901553
Kröfur á ríkissjóð og ríkisstofnanir, nettó:-31.099-20.85110.2485.300
Kröfur á aðra, brúttó76.93277.433501-9.882
Grunnfé:27.81732.6264.810-7.564

Skýringar:

Gjaldeyrisforði sýnir brúttóeign Seðlabankans í erlendum gjaldeyri. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs sýna eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs, ríkisbréfum og ríkisvíxlum. Markaðsskráð verðbréf annarra eru húsbréf og húsnæðisbréf. Kröfur á innlánsstofnanir eru brúttókröfur bankans á innláns­stofnanir. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir eru brúttókröfur bankans á þessar stofnanir. Erlendar skuldir til skamms tíma sýna skammtímalán sem Seðlabankinn tekur við og við, m.a. í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann. Seðlar og mynt sýna heildarfjárhæð seðla og myntar í umferð utan Seðlabanka.  Almennar innstæður innlánsstofnana og annarra fjármálastofnana eru innstæður þeirra á viðskiptareikningum í Seðlabankanum og bundnar innstæður innlánsstofnana og annarra fjármálastofnana eru innstæður sem þeim er skylt að eiga í Seðlabankanum í samræmi við bindiskyldu sem bankinn ákveður. Neðanmáls eru sýndir fjórir liðir til skýringar, í fyrsta lagi nettógjaldeyrisstaða Seðlabankans sem sýnir erlendar eignir til skamms tíma að frádregnum erlendum skuldum til skamms tíma, í öðru lagi nettókröfur Seðlabankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir, þ.e. skuldir þessara aðila við Seðlabankann að frádregnum innstæðum þeirra í bankanum, í þriðja lagi innlendar brúttókröfur á aðra en ríkið, og í fjórða lagi grunnfé bankans en til þess teljast seðlar og mynt í umferð og innstæður innlánsstofnana í Seðlabankanum.

Nr. 1/2003
8. janúar 2003