Fara beint í Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins 2002 6. mars 2003

Á árinu 2002 var 0,6 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Á árinu 2001 var 29 milljarða króna halli og 69 milljarða króna halli á árinu 2000. Á fjórða ársfjórðungi 2002 var viðskiptahallinn 0,9 milljarðar króna samanborið við 6,9 milljarða króna afgang á sama fjórðungi 2001. Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 4,3% frá fyrra ári en innflutningur minnkaði um 1,6%, hvort tveggja reiknað á föstu gengi . Hallinn á þáttatekjum (laun, vextir og arður af fjárfestingu) nam 14,3 milljörðum króna á árinu 2002 samanborið við 24,4 milljarða króna halla árið áður. Lægri skuldastaða og vaxtalækkun á erlendum lánamörkuðum olli þessum bata ásamt auknum arði af erlendum fjárfestingum Íslendinga. Tekið skal fram að breyting á markaðsvirði verðbréfa er ekki talin til ávöxtunar þeirra heldur einungis vaxtagreiðslur af skuldabréfum og arðgreiðslur af hlutafé. Rekstrarhagnaður fyrirtækja þar sem um beina fjárfestingu er að ræða (yfir 10% eignaraðild) telst til tekna hjá fjárfestum á því ári sem hann fellur til og endurfjárfestur er í fyrirtækinu. Rekstrarframlög til landsins voru 1,1 milljarði króna meiri en framlög til útlanda.

Greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna

Október-desemberJanúar-desember
2001200220012002
Viðskiptajöfnuður6,9-0,9-290,6
Útflutningur vöru og  þjónustu82,772,1303,6307,3
Innflutningur vöru og  þjónustu-73,5-71,1-307,3-293,5
Þáttatekjur og framlög, nettó-2,3-1,8-25,4-13,2
Fjármagnsjöfnuður3,9-4,132-5,3
Hreyfingar án forða2,6-15,126,80,5
Gjaldeyrisforði (aukning)1,3114,8-5,7
Skekkjur og vantalið nettó-10,85-34,7

Á móti þessu fjárútstreymi koma fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi og erlendar lántökur í formi skuldabréfa og erlendra bankalána. Skuldabréfin voru aðallega gefin út á erlendum mörkuðum en erlendir aðilar keyptu skuldabréf sem útgefin eru hér á landi fyrir ríflega 10 milljarða króna á árinu 2002. Samtals var innstreymi áhættufjármagns erlendra aðila til landsins um 13 milljarðar króna og hreint fjárinnstreymi vegna skuldabréfa, lána og annarra peningalegra skulda nam 76 milljörðum króna á árinu 2002.

Nr. 6/2003

6. mars 2003