Frá miðju ári 1995 hefur Seðlabanki Íslands mánaðarlega gefið út fréttmeð helstu liðum úr efnahagsreikningi sínum í lok liðins mánaðar. Í stað helstuliða úr efnahagsreikningi sínum mun bankinn héðan í frá birta efnahagsreikningeftir lok hvers mánaðar. Fréttin verður hér eftir sem hingað til birt áheimasíðu bankans. Um leið hættir bankinn annarri reglulegri dreifingu ogbirtingu á efnahagsreikningi sínum. Yfirleitt verða sýndar upplýsingar frá lokumsíðasta mánaðar, lokum næstliðins mánaðar og liðinna áramóta auk breytinga áeinstökum liðum. Frávik verða við birtingu efnahagsins í lok janúar.
Efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lok janúar 2004
Ímeðfylgjandi yfirliti er sýndur efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lokjanúar 2004 og til samanburðar í lok desember 2003 og í lok desember2002.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði í janúar um 1,7 milljarðakróna og nam 56,4 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 812 milljónaBandaríkjadala á gengi í mánaðarlok).
Seðlabankinn keypti gjaldeyri áinnlendum millibankamarkaði fyrir 7 milljarða króna í janúar í samræmi viðáætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína sem m.a. var greintfrá í nóvemberhefti Peningamála 2003. Þar af keypti bankinn jafnvirði um 5,5milljarða króna í einum viðskiptum við einn viðskiptavakanna á gjaldeyrismarkaði.Um leið gerði bankinn gjaldmiðlaskiptasamning við viðskiptavakann og seldi honumBandaríkjadali að andvirði 6,9 milljarða króna sem bankinn kaupir aftur í apríln.k.
Gengi íslensku krónunnar styrktist um 3,3% íjanúar.
Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 3,9 milljörðum króna íjanúarlok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs0,7 milljörðum króna.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir hækkuðu umnær 18 milljarða króna í janúar og námu 24 milljörðum króna í lok mánaðarins.Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðu einnig lítillega og námu 4,2 milljörðumkróna í mánaðarlok.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð ogríkisstofnanir lækkuðu um 7,8 milljarða króna í janúar og námu nettóinnstæðurríkissjóðs 30 milljörðum króna í lok mánaðarins.
Grunnfé bankans hækkaðií janúar um 10,7 milljarða króna og nam 32,4 milljörðum króna í mánaðarlok.
Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og ErlaÁrnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.
Nr. 4/2004
5. febrúar 2004