Meginmál

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

ATH: Þessi grein er frá 24. október 2005 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Almennir vextir óverðtryggðra lána hækka úr 11,5% í 12,0% í kjölfar hækkunar stýrivaxta sem tók gildi 4. október síðastliðinn. Í kjölfarið hækka vextir af skaðabótakröfum úr 7,7% í 8,0%.  Almennir vextir verðtryggðra lána og dráttarvextir peningakrafna í erlendri mynt eru óbreyttir frá fyrri mánuði.