Fara beint í Meginmál

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum 14. desember 2005

Fyrsti kafli hér að neðan um dráttarvexti er birtur samkvæmt 2. mgr. 10. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, og gilda dráttarvextir sem þar eru sýndir í sex mánuði í senn frá 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Annar kafli um almenna vexti er birtur samkvæmt  2. mgr. 10. gr., sbr. 4. og 8. gr. sömu laga og þriðji kafli samkvæmt  bráðabirgðaákvæði III í sömu lögum og gilda vextir samkvæmt II. og III. kafla næsta almanaksmánuðinn eða uns næsta tilkynning birtist.

Vextir sem breytast eru merktir með stjörnu (*).  Innan sviga eru sýndir vextir fyrir breytingu.

I. Dráttarvextir af peningakröfum í krónum, alls á ári, frá og með 1. janúar 2006

Grunnur dráttarvaxta 110,5% * (9,5%)
Vanefndaálag 211,00%
Dráttarvextir 321,5% * (20,5%)
Vextir óverðtryggðra lána skv. 4. gr. 412,5% * (12,0%)
Vextir verðtryggðra lána skv. 4. gr. 44,15%
Vextir af skaðabótakröfum 58,3%   * (8,0%)
Bandaríkjadollurum7,5% * (7,0%)
Sterlingspundum7,5%
Dönskum krónum5,50%
Norskum krónum5,50%
Sænskum krónum5,50%
Svissneskum frönkum5,00%
Japönskum jenum5,00%
Evrum 75,50%

Um leið og tilkynning þessi öðlast gildi 1. janúar 2006, fellur úr gildi tilkynning nr. 11/2005 dags. 21. nóvember 2005 um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Reykjavík, 13. desember 2005.

SEÐLABANKI ÍSLANDS

Davíð OddssonEiríkur Guðnason