Meginmál

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

ATH: Þessi grein er frá 24. janúar 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Að þessu sinni eru hvorki breytingar á almennum vöxtum verðtryggðra né óverðtryggðra lána. Að sama skapi eru engar breytingar á dráttarvöxtum peningakrafna í erlendri mynt.