Fara beint í Meginmál

Viðmiðunargengi erlendra gjaldmiðla 1. desember 2006

Daglega er skráð opinbert viðmiðunargengi tíu gjaldmiðla, sbr. 19. gr. laga nr. 36 frá 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands. Skráð er kaup-, sölu- og miðgengi þessarra gjaldmiðla. Í dag hefst skráning miðgengis tuttugu og fimm gjaldmiðla til viðbótar og verður það birt á heimasíðu bankans daglega hér eftir. Athygli er vakin á því að varðandi þá gjaldmiðla sem nú bætast við er ekki um að ræða opinbert viðmiðunargengi í skilningi laganna sem vitnað var til, aðeins skráð miðgengi.

Opinbert viðmiðunargengi er skráð fyrir eftirtalda gjaldmiðla:

BandaríkjadalurUSD
SterlingspundGBP
KanadadalurCAD
Dönsk krónaDKK
Norsk krónaNOK
Sænsk krónaSEK
Svissneskur frankiCHF
Japanskt jenJPY
Sérstök dráttarréttindiXDR
EvraEUR
Kínverskt júanCNY
Rússnesk rúblaRUB
Pólskt slotPLN
Eistnesk krónaEEK
Lettneskt latLVL
Litháenskt litasLTL
Nígersk næraNGN
Tævanskur dalurTWD
Suðurkórenskt vonnKRW
Súrinamskur dalurSRD
ÁstralíudalurAUD
Ný-Sjálenskur dalurNZD
Hong Kong dalurHKD
Ungversk forintaHUF
Ísraelskur sikillILS
Suður-Afrískt randZAR
Singapúrskur dalurSGD
Mexikóskur pesiMXN
Maltnesk líraMTL
Tyrknesk líraTRY
Króatísk kúnaHRK
Indversk rúpíaINR
Búlgarskt lefBGN
Tékknesk krónaCZK
Brasilískt ríalBRL

Nánari upplýsingar veitir Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs (sturla.palsson@sedlabanki.is) í síma 569-9638.

Nr. 44/2006 
1. desember 2006