Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2006. Endurskoðun fór síðast fram í desember 2006. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1.desember 2007 til næstu endurskoðunar að ári.
Gjaldmiðlavogirnar eru endurskoðaðar árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að þær endurspegli eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta.
Helstu breytingar frá fyrri vogum eru eftirfarandi:
Þröng vöruskiptavog (A), og þröng viðskiptavog (C):
Rússnesk rúbla fellur út
Eistnesk króna fellur út
Litháensk litas bætist við
Víð vöruskiptavog (B og víð viðskiptavog (D):
Tyrknesk líra bætist við
Tékknesk króna bætast við
Seðlabankinn mun í framhaldinu hætta birtingu núverandi vísitölu gengisskráningar. Vísitalan verður þó reiknuð áfram til ársloka 2008 út frá núgildandi vog sem tók gildi í júlí 2005.