Fara beint í Meginmál

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 6/2010 20. maí 2010

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa lækkað um hálft prósentustig frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun og voru stýrivextir lækkaðir niður í 8,5% hinn 5. maí sl. er Seðlabankinn tilkynnti stýrivaxtaákvörðun sína.

Fyrir tímabilið 1. júní – 30. júní 2010 verða vextir eftirfarandi:

• Dráttarvextir lækka og verða 15,5 %.

• Vextir af óverðtryggðum lánum lækka og verða 8,25%

• Vextir af skaðabótakröfum lækka og verða 5,5%.

Vextir verðtryggðra lána haldast aftur á móti óbreyttir frá síðustu vaxtatilkynningu er gilti fyrir maí 2010 og verða áfram 4,8%.

Sjá nánar: