Fara beint í Meginmál

Viðmiðun um vexti samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands 30. júní 2010

Í fyrsta tölulið tilmæla Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands í dag til fjármálafyrirtækja vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða kemur fram að í stað gengistryggingar og erlends vaxtaviðmiðs skuli miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum. Upplýsingar um þessa vexti, sem eru breytilegir, er að finna á vef Seðlabanka Íslands.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningar um dráttarvexti og vexti af peningakröfum og má sjá hinar mánaðarlegu tilkynningar hér:

Til hægðarauka skal nefnt að samkvæmt síðustu tilkynningu, nr. 7/2010, 23. júní 2010, eru vextir á óverðtryggðum útlánum 8,25%, en á verðtryggðum útlánum 4,8%.

Tímaraðir yfir þessa vexti má sjá hér (fyrstu tveir dálkarnir):