Fara beint í Meginmál

Endurskoðun á gjaldmiðlavogum 2010 30. desember 2010

Gjaldmiðlavogir sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2009. Endurskoðun fór síðast fram í desember 2009. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2011 til næstu endurskoðunar að ári.

Gjaldmiðlavogirnar eru endurskoðaðar árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að þær endurspegli eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta.

Helstu breytingar frá fyrri vogum eru eftirfarandi:

Þröng vöruskiptavog (A) og þröng viðskiptavog (C) :

Engin breyting á gjaldmiðlum

Víð vöruskiptavog (B) og víð viðskiptavog (D):

Súrinamískur dollar bætast við

Jamaíka dollar bætast við

Brasilískt ríal bætast við

Tékknesk koruna fellur út

Eistnesk kroon fellur út

Lettneskt lats fellur út

Aðrar breytingar eru þær helstar í vöruviðskiptavogunum að vægi Bandaríkjadals, japanska jensins og ástralska dollarans minnkar en vægi norsku krónunnar og evrunnar eykst nokkuð.

Nokkrar breytingar eru á vægi gjaldmiðla í viðskiptavogunum, þar sem upplýsingar um þjónustuviðskipti hafa batnað töluvert. Áður voru upplýsingar um þjónustuviðskipti sem lágu til grundvallar á viðskiptavogunum aðallega upplýsingar um ferðaþjónustu og því var vægi þjónustuviðskipta í viðskiptavoginni takmarkað. Nú er hins vegar unnt að fá mun ýtarlegri upplýsingar um þjónustuviðskipti á milli landa og því er hlutfall þjónustuviðskipta í viðskiptavoginni orðið hærra. Helstu breytingar í viðskiptavogunum eru að vægi evrunnar minnkar og vægi breska pundsins eykst á móti.