Málþingið er skipulagt af sendiráði Ítalíu, Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands og verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Reykjavík, kl. 15:00-17:00 hinn 13. desember 2012.
Markmið málþingsins er að varpa skýrara ljósi á hvernig Ítalía sem aðili að ESB og evrusvæðinu, og Ísland, sem aðili að EES-samningnum og með sinn eigin gjaldmiðil, tókust á við alþjóðlegu efnahags- og fjármálakreppuna, og að setja reynslu þeirra í alþjóðlegt og evrópskt samhengi.
Ræðumenn: Össur Skarphéðinsson, Giannandrea Falchi, Þórarinn G. Pétursson, Franek Rozwadowski, og Gylfi Zoëga