Guðmundur Kr. Tómasson framkvæmdastjóri greiðslukerfasviðs í Seðlabanka Íslands hélt í morgun erindi á ráðstefnu Landsbankans hf. í Hörpu í Reykjavík. Erindi Guðmundar bar heitið Fjármálainnviðir og hlutverk reiðufjár.
Meðfylgjandi eru tvö skjöl. Hið fyrra sýnir myndir og texta sem Guðmundur sýndi við flutning erindisins. Hið síðar sýnir þá ræðupunkta sem Guðmundur notaðist við.