Þriðjudaginn 21. janúar klukkan 15:00 verður málstofa um ofangreint efni haldin í fundarherbergi Seðlabanka Íslands, Sölvhóli.
Lúðvík Elíasson, sérfræðingur á Fjármálastöðugleikasviði mun fjalla um efnið út frá grein eftir hann, sem birtist nýlega á heimasíðu seðlabankans. Hægt er að nálgast greinina hér.
Á málstofunni verður fjallað um ýmsar hliðar verðtryggingar og dregnar fram helstu staðreyndir um hana sem tengjast umræðu um framkvæmd hennar og áhrif. Fjallað verður m.a. um verðtryggingu íbúðalána, peningaglýju, verðtryggingarmisvægi og samspil verðtryggingar og peningastefnu. Umfjöllunin byggist á áratugalangri reynslu af verðtryggingu hér á landi sem og í öðrum löndum og af víðtækum rannsóknum fræðimanna á áhrifum verðtryggingar.