Meginmál

Upplýsingar um feril undanþágubeiðna

ATH: Þessi grein er frá 24. september 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands hefur birt upplýsingar um feril afgreiðslu beiðna um undanþágu frá lögum númer 87/1992, um gjaldeyrismál, á eftirfarandi slóð: Undanþágur. Þar er nú að finna skýringarmynd um afgreiðsluferil beiðna um undanþágu frá lögum númer 87/1992, um gjaldeyrismál.

Upplýsingar um gjaldeyrismál má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið gjaldeyrismal@sedlabanki.is. Vinsamlegast athugið að hér er einungis átt við fyrirspurnir um gjaldeyrismál en beiðnir um undanþágu frá lögum númer 87/1992, um gjaldeyrismál, verða að berast Seðlabanka Íslands bréflega ásamt gögnum er málið varða, samanber 5. málslið, 1. málsgrein 13. greinar o. laga númer 87/1992, um gjaldeyrismál.

Einnig er hægt að hringja í síma 569-9600, en símatími lögfræðinga gjaldeyriseftirlits er frá 10:00 til 12:00 alla virka daga.