Seðlabanki Íslands tók þátt í Safnanótt í Reykjavík. Myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafns var því opið frá klukkan 19.00 til 24.00 föstudagskvöldið 6. febrúar 2015. Þar var hægt að hlýða á fyrirlestur um sögu gjaldmiðla, skoða mynt- og seðlasafn, njóta tónlistar og léttra veitinga.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við þetta tækifæri.