Meginmál

Leikskólakrakkar fræðast um baráttuna við verðbólguna

ATH: Þessi grein er frá 22. maí 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Leikskólakrakkar úr Mosfellsbæ og kennarar þeirra heimsóttu Seðlabanka Íslands í vikunni og fræddust meðal annars um ýmislegt um peninga og baráttuna við verðbólguna.

Krakkarnir höfðu mikinn áhuga á að skoða ýmsa mynt og voru forvitin um öryggisatriði sem tengjast peningaseðlum. Þá fengu þau að heyra sitt hvað um verðbólgudrauginn og baráttuna við að halda honum í skefjum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.