Meginmál

Uppfærðar tölur um gjaldeyrisforða

ATH: Þessi grein er frá 11. september 2015 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 604,5 ma.kr. í lok ágúst og lækkaði um 15,5 ma.kr. milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 447,6 ma.kr. í lok ágúst 2015 samanborið við 407,9 ma.kr. í lok júlí. Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 156,9 ma.kr. miðað við lok ágúst samanborið við 212,1 ma.kr. miðað við lok júlí.