Út er komin rannsóknarritgerð nr. 70, „Do Interest Rates Affect the Exchange Rate under Capital Controls? An event study of Iceland’s experience with capital controls“, eftir Ágúst Arnórsson og Gylfa Zoëga. Í ritgerðinni er athugað hvort breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans hafi haft áhrif á gengi krónunnar eftir að fjármagnshöft voru sett á.
Í rannsókninni eru bæði skoðuð áhrif af öllum breytingum á stýrivöxtum Seðlabankans á gengi krónunnar en einnig þeim breytingum sem teljast ófyrirséðar. Rannsóknin leiðir í ljós að báðar tegundir breytinga á stýrivöxtum höfðu áhrif á gengið á árinu 2009 áður en lögin um fjármagnshöft voru hert. Hins vegar verður ekki vart slíkra áhrifa eftir að lögin voru hert á árinu 2009. Á þessu tímabili voru breytingar á stýrivöxtum frekar litlar. Það er hugsanlegt að stærri breytingar á stýrivöxtum hefðu haft áhrif á gengi krónunnar eftir að lögin um fjármagnshöft voru hert.
Rannsóknarritgerðir Seðlabanka Íslands má nálgast hér: Rannsóknarritgerðir