Meginmál

Fitch Ratings staðfestir óbreytt lánshæfismat ríkissjóðs: Horfur stöðugar

ATH: Þessi grein er frá 15. janúar 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt sem BBB+ og fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt sem A-. Lánshæfismatið fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt er óbreytt sem F2 og  fyrir landseinkunnina (e. Country Ceiling) sem BBB+. Horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum eru stöðugar.