Meginmál

Vefútsending, vaxtaákvörðun, útgáfa Peningamála

ATH: Þessi grein er frá 11. maí 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í dag, miðvikudaginn 11. maí, klukkan 10:00 hefst vefútsending þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur kynna rökin fyrir ákvörðun peningastefnunefndar. Jafnframt verður efni nýútgefinna peningamála kynnt. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,75%.