Seðlabanki Íslands tilkynnti hinn 25. maí sl. að haldið yrði gjaldeyrisútboð 16. júní næstkomandi þar sem bankinn býðst til að kaupa krónur í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri. Nánar tiltekið er um að ræða krónur sem uppfylla skilgreiningu laga nr. 37/2016, svonefndar aflandskrónur. Útboðið fer fram fimmtudaginn 16. júní 2016 og hefst kl. 10:00 fyrir hádegi og stendur til kl. 14:00 eftir hádegi sama dag. Útboðið er liður í heildstæðri aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta, sbr. áætlun ríkisstjórnar Íslands og Seðlabankans um losun fjármagnshafta frá 8. júní 2015.
Hér má finna upplýsingar og gögn í tengslum við útboðið:
Útboðsskilmálar vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir evrur (Breytt 13. júní 2016)
Til skýringar á breyttum útboðsskilmálum (Birt 14. júní 2016).
Niðurstaða gjaldeyrisútboðs 16. júní 2015 (Birt 21. júní 2016)
Skilmálar gjaldeyriskaupa á útboðsgengi Seðlabanka Íslands (Birt 22. júní 2016)
Fyrirspurnum aflandskrónueigenda má beina til þeirra aðila sem gert hafa samstarfssamning um milligöngu:
Arion banki hf.
Clearstream Banking S.A.
Euroclear Bank S.A./N.V.
Íslandsbanki hf.
Kvika banki hf.
Landsbankinn hf.
LuxCSD