Fara beint í Meginmál

Öryggisþættir í peningaseðlum 29. nóvember 2016

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Seðlabankinn leggur áherslu á trúverðugleika íslenskra peninga, m.a. með ýmsum öryggisþáttum í seðlum. Öryggisþættirnir auðvelda greiningu á seðlum og gera fölsun erfiðari. Öryggisþættir hafa verið til staðar í seðlum í mörg hundruð ár. Einn fyrsti öryggisþátturinn í seðlum var handskrifuð undirskrift, en margir þættir hafa bæst við, svo sem sérunninn pappír, vatnsmerki, öryggisþráður og upphleypt prentun. Síðustu ár hafa seðlabankar sett í umferð nýja seðla með fleiri og fullkomnari öryggisþáttum. Einnig hafa nokkrir seðlabankar uppfært eldri seðla sína í sama tilgangi.

Hér má finna frekari upplýsingar og öryggisþætti um íslenska seðla

Öryggisþættir500 breyttur1.000 breyttur2.0005.000 breyttur10.000
Vatnsmerki með andlitsmynd*****
Öryggisþráður*****
Númer til hægri á framhlið sjálflýsandi undir útfjólubláu ljósi*****
Númer til vinstri á framhlið og áritun bankastjóra sjálflýsandi undir útfjólubláu ljósi*
Lína með örletri*****
Örletur í tölum*****
OPTIKS I
Málmþynna***
Öryggisþráður með texta***
Bjart vatnsmerki**
Smáletur****
Lýsandi reitur****
Vatnsmerki í hornum***
Blindramerki|||D ||| ||||