Meginmál

Ritið Fjármálainnviðir 2016 kemur út í dag

ATH: Þessi grein er frá 7. desember 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ritið Fjármálainnviðir 2016 kemur út í dag. Það verður birt hér á vef bankans klukkan 15:30. Í ritinu er til umfjöllunar staða og þróun mála á vettvangi greiðslumiðlunar, fjallað er um rekstur eigin millibankakerfa Seðlabanka Íslands og yfirsýnar- og reiðufjárhlutverk hans. Enn fremur er fjallað um net- og upplýsingaöryggi og þróun regluverks. Þá er í ritinu í fyrsta sinn leitast við að leggja mat á kostnað samfélagsins við greiðslumiðlun.