Meginmál

Fitch breytir horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar

ATH: Þessi grein er frá 13. janúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti í dag horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar og staðfesti lánshæfiseinkunnina BBB+ fyrir erlendar skuldir. Lánshæfismat á skuldabréfum í erlendri og innlendri mynt var einmitt staðfest sem BBB+. Landsþak er staðfest BBB+ og skammtímaskuldir í erlendri mynt ásamt víxlum (e. commercial paper) hafa einkunnina F2.