Fara beint í Meginmál

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 01/2017

ATH: Þessi grein er frá 20. janúar 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabanka Íslands nr. 12/2016 dagsett 16. desember sl.

Dráttarvextir haldast því óbreyttir og verða áfram 12,75% fyrir tímabilið 1. - 28. febrúar 2017.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir verða tímabilið sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 28. febrúar 2017:

• Vextir óverðtryggðra útlána 6,50% - (voru 6,55%)

• Vextir verðtryggðra útlána 3,65% - (óbreyttir)

• Vextir af skaðabótakröfum 4,33% - (voru 4,37%)