Meginmál

Samruni Kviku banka hf. og Virðingar hf.

ATH: Þessi grein er frá 13. nóvember 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 10. nóvember 2017 samruna Kviku banka hf. við Virðingu hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Kvika banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Virðingar hf. og verða fjármálafyrirtækin sameinuð undir nafni Kviku banka hf.. Samruninn tekur gildi frá og með 18. nóvember 2017.

Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga  um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.