Tengt efni
Fjármálastöðugleiki í hnotskurn
Áhrif farsóttarinnar á efnahagsreikninga fjármálafyrirtækja birtast fyrst og fremst í aukinni
virðisrýrnun, auknum vanskilum og hærra hlutfalli lána í frystingu. Á síðasta ári buðu fjármálafyrirtæki upp á tímabundið greiðsluhlé, sem náði á tímabili til um fimmtungs útlána til fyrirtækja. Áframhaldandi greiðslufrestur er á formi frystingar. Í lok febrúar voru tæplega 17% fyrirtækjaútlána í frystingu samanborið við um 3,5% ári áður, að langmestu leyti í ferðaþjónustu og annarri þjónustustarfsemi.
Vaxtalækkanir hafa fært mikið líf í fasteignamarkaðinn. Velta á höfuðborgarsvæðinu á seinni
hluta síðasta árs jókst um 42% á milli ára og kaupsamningum fjölgaði um 32%. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins er veltan helmingi meiri en í sömu mánuðum ári áður. Þrátt fyrir aukna veltu hafa verðhækkanir verið nokkuð hóflegar. Í febrúar hafði raunverð hækkað um 3,1% á síðustu 12 mánuðum. Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn á síðasta ári en íbúðum í byggingu hefur nú fækkað verulega.
Viðbrögð Seðlabankans við farsóttinni hafa stutt við lausafjárstöðu bankanna. Í lok febrúar sl.
höfðu bankarnir til ráðstöfunar 234 ma.kr. umfram lágmarks lausafjárkröfu Seðlabankans og
hafði sú fjárhæð hækkað um 56 ma.kr. á sl. 12 mánuðum. Vaxtaálag á erlendar markaðsskuldabréfaútgáfur bankanna er nú svipað og fyrir útbreiðslu farsóttarinnar. Bankarnir hafa nýtt sér það til endurfjármögnunar. Greitt aðgengi þeirra að erlendum lánsfjármörkuðum endurspeglar traust á innlenda fjármálakerfinu.
Rammagreinar
| Rammagreinar | Bls. |
|---|---|
| Stöðugleiki á gjaldeyrismarkaði eftir ólgusjó fjármagnsstrauma | 38 |
| Loftslagsmál og fjármálastöðugleiki | 39 |
| Ógnar COVID-19 fjármálastöðugleika erlendis? | 42 |
| Munur á vöxtum útlána og fjármögnunar KMB | 44 |
| Skilavald Seðlabanka Íslands | 47 |
| Nýtt millibankakerfi | 50 |
| Greiðsluhegðun heimila | 50 |