Myndagögn PM 2021/4
Powerpoint myndir í PM 2021/4
QMM Gagnagrunnur (.xlsx) desember 2021
Kynning aðalhagfræðings 17. nóvember 2021
Peningamál í hnotskurn
Verðbólga hefur verið þrálátari en búist var við í ágúst. Þótt áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra hafi fjarað út hafa hækkanir alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs reynst meiri en vænst var og flutningskostnaður hækkað mun meira en hægt var að sjá fyrir. Þá er enn til staðar nokkur innlendur verðbólguþrýstingur eins og sjá má í miklum hækkunum launa og húsnæðisverðs. Verðbólga mældist 4,5% í október og hefur því verið yfir 4% samfellt frá áramótum. Þótt verðbólga án húsnæðis og undirliggjandi verðbólga hafi hjaðnað eru vísbendingar um að langtímaverðbólguvæntingar hafi hækkað. Verðbólguhorfur eru því taldar hafa versnað frá fyrri spá bankans sem endurspeglar fyrst og fremst þrálátari alþjóðlegar verðhækkanir, meiri hækkun
launakostnaðar og meiri spennu í þjóðarbúinu á næsta ári. Útlit er fyrir að verðbólga verði 4,7% á síðasta fjórðungi ársins sem er 0,6 prósentum umfram það sem spáð var í ágúst. Gert er ráð fyrir að hún fari fyrst undir 4% næsta vor og verði ekki komin niður fyrir 3% fyrr en á síðasta fjórðungi næsta árs.
Rammagreinar
| Rammagreinar | Bls. |
|---|---|
| Fráviksdæmi og óvissuþættir | 41 |
| Ný útgáfa af DYNIMO-líkani Seðlabankans | 48 |
| Spár Seðlabankans um efnahagsþróun ársins 2020 | 52 |