Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,75%.
Vefútsending
Tengt efni
Í hnotskurn
Landsframleiðslan hér á landi jókst um 4,1% á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs sem var heldur minna en gert var ráð fyrir í nóvember. Vísbendingar eru hins vegar um töluvert meiri
vöxt innlendrar eftirspurnar á síðasta fjórðungi ársins og því er talið að hagvöxtur á árinu öllu hafi verið 1 prósentu meiri en þá var spáð eða 4,9%. Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi þessa árs
hefur hins vegar verið endurskoðaður niður á við í ljósi mikillar fjölgunar smita undanfarið. Talið er að hann verði 4,8% á árinu öllu í stað 5,1% í nóvemberspá bankans. Horfur fyrir næstu tvö
ár breytast hins vegar lítið.
Störfum heldur áfram að fjölga hratt og atvinnuleysi nálgast það stig sem það var á fyrir heimsfaraldurinn. Útlit er fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og verði komið í um 4%
undir lok spátímans sem er áþekkt því stigi sem talið er samræmast jafnvægi á vinnumarkaði. Vísbendingar eru jafnframt um að slakinn í þjóðarbúinu sé horfinn.