Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%.
Vefútsending
Tengt efni
ótt mikil hækkun verðs sjávar- og álafurða vegi á móti neikvæðum viðskiptakjaraáhrifum hækkunar olíu- og hrávöruverðs, hafa efnahagshorfur hér á landi versnað frá því í febrúar. Lakari hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum valda því að spáð er minni vexti útflutnings auk þess sem meiri óvissa og hækkun aðfangaverðs og framfærslukostnaðar hægja á vexti einkaneyslu og fjárfestingar. Á móti koma m.a. vísbendingar um nokkurn þrótt umsvifa það sem af er ári.
Spáð er að hagvöxtur í ár verði 4,6% í stað 4,8% í febrúarspá bankans. Líkt og þá er talið að þjóðarbúið starfi nú við full afköst og takmörkuð afkastageta mun líklega hægja á hagvexti er líða tekur á spátímann.
Óvissa í efnahagsmálum hefur aukist mikið í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Átökin hafa valdið miklu umróti á alþjóðlegum hrávörumörkuðum og sett viðskiptasambönd og aðfangakeðjur í uppnám. Erfitt er að sjá fyrir hve djúpstæð og langvinn þau áhrif verða. Hið sama á við um áhrif átakanna á alþjóðlega fjármálamarkaði og útgjalda- og fjárfestingarákvarðanir heimila og fyrirtækja. Við bætist óvissa um áhrif hertra sóttvarnaraðgerða í Kína á mikilvægar aðfangakeðjur. Í ljósi hækkunar langtímaverðbólguvæntinga undanfarið er aukin hætta á því að verðbólguhorfur
í spá bankans séu of bjartsýnar. Þá gætu miklar launahækkanir í kjarasamningum næsta vetur aukið hættuna á víxlverkun launa og verðlags sem gæti valdið því að mikil verðbólga festist enn frekar í sessi.
Rammagreinar
| Rammagreinar | Bls. |
|---|---|
| Fráviksdæmi og óvissuþættir | 42 |
| Efnahagsleg áhrif innrásarinnar í Úkraínu | 49 |