Á öðrum ársfjórðungi 2023 var 7,5 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 19,1 ma.kr. betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 45,2 ma.kr. betri en á sama fjórðungi árið 2022. Halli á vöruskiptajöfnuði var 84,1 ma.kr. en 87,7 ma.kr. afgangur á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 17 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 13,1 ma.kr. halla.
Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.
Sjá fréttina í heild hér:
Frétt nr. 14/2023
4. september 2023