Meginmál

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar í febrúar 2024

Fjármálastöðug­leika­nefnd
Fjármálastöðug­leika­nefnd

Fundargerð frá aukafundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 21. febrúar 2024 hefur verið birt. Á fundinum fjallaði nefndin um þær sérstöku aðstæður sem uppi voru í Grindavík þar sem búseta í bænum var óheimil vegna náttúruvár. Nefndin ákvað að hækka hámark greiðslubyrðar í 40% af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls í 85% fyrir einstaklinga, sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023, við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði.