Fara beint í Meginmál

Halli á viðskiptajöfnuði 40,8 ma.kr. á fyrsta fjórðungi 2024 og hrein staða við útlönd jákvæð um 41,4% af VLF 4. júní 2024

Á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 40,8 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 11,7 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 26,2 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2023. Halli á vöruskiptajöfnuði var 55,7 ma.kr. en 13 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuð (Sjá á vef Hagstofunnar).

Frumþáttatekjur skiluðu 13,4 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 11,5 ma.kr. halla (tafla 1). Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2024 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Tafla 1: Greiðslujöfnuður

2024/12023/42023/32023/22023/1
Viðskiptajöfnuður-40,8-29,278,36,0-14,6
   Vöruskiptajöfnuður-55,7-77,5-84,7-83,4-44,9
   Þjónustujöfnuður13,028,5148,086,125,7
   Jöfnuður frumþáttatekna13,433,627,915,916,9
   Rekstrarframlög, nettó-11,5
-13,7
-12,9
-12,6
-12,4
Jöfnuður fjárframlaga-0,8-1,4-0,7-0,9-1,3
Fjármagnsjöfnuður4,371,257,0-22,5-45,0
   Bein fjárfesting0,098,8
-125,10,7-13,8
   Verðbréf-201,890,699,674,825,8
   Afleiður0,1-3,7-6,9-2,6-2,8
   Önnur fjárfesting86,2-118,595,6-68,9-32,3
   Gjaldeyrisforði119,84,0-6,3-26,4-21,9
   Sekkjur og vantalið, nettó45,9101,7-20,6-27,6-29,1

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.775 ma.kr. eða 41,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 201 ma.kr. eða 4,6% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 6.194 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.420 ma.kr. Á fjórðungnum batnaði staðan um 4 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta. Erlendar eignir hækkuðu um 214 ma.kr. og skuldir um 210 ma.kr.

Gengis- og verðbreytingar hækkuðu virði eigna á ársfjórðungnum um 201 ma.kr. og skulda um 5 ma.kr. og leiddu því til 196 ma.kr. betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hækkaði um tæp 0,5% miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um 8,5% milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkaði um 3%.

Tafla 2: Breyting á erlendri stöðu þjóðarbúsins á milli ársfjórðunga (ma.kr.)

Staða í lok 2024/1FjármagnsjöfnuðurGengis- og verðbreytingarAðrar breytingarStaða í lok 2023/4
Erlendar eignir, alls6.19421420195.770
   Bein fjárfesting1.0012100979
   Verðbréf3.517-2620703.336
   Afleiður*90-8017
   Önnur fjárfesting75599-18648
   Gjaldeyrisforði91212030790
Erlendar skuldir, alls4.420210584.197
   Bein fjárfesting1.511217-41.487
   Verðbréf1.606176-401.435
   Afleiður*140-3018
   Önnur fjárfesting1.287135131.256
Hrein staða þjóðarbúsins1.775419311.573
Hlutfall af VLF (%)41,40,14,60,036,7
*Aðrar breytingar eru taldar undir gengis- og verðbreytingum fyrir afleiður