Fara beint í Meginmál

Afskráning rekstraraðilans Alpar Capital ehf. 12. desember 2025

Hinn 20. febrúar 2025 hlaut félagið Alpar Capital ehf. skráningu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Fjármálaeftirlitið hefur fallist á beiðni Alpar Capital ehf. um afskráningu, þar sem enginn sjóður um sameiginlega fjárfestingu er í rekstri félagsins. Afskráning miðast við 10. desember 2025.