Seðlabanki Íslands hefur gefið út reglur um breytingu á reglum nr. 1200/2019 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands, sjá hér:
Í þessu felst aðallega breyting á 10. gr. reglnanna sem kveður á um fjárhagslegar tryggingaráðstafanir í viðskiptum við Seðlabankann, með því að nú verða hæf til tryggingar skuldabréf í íslenskum krónum gefin út af alþjóðlegum fjármálastofnunum sem Ísland á aðild að (e. International financial institution, IFI) og sem njóta fullnægjandi eigendaábyrgðar og lánshæfis að mati Seðlabankans. Seðlabankinn setur m.a. þau skilyrði að skuldabréfin hafi viðskiptavakt og að 5 ma.kr. að minnsta kosti hafi selst af útistandandi flokkum að markaðsvirði.
Veðlisti Seðlabankinn hefur verið uppfærður til samræmis á heimasíðu bankans, en skuldabréf útgefið af Norræna fjárfestingabankanum (e. Nordic Investment Bank, NIB) hefur bæst við listann, sjá hér: