Fara beint í Meginmál

Efnahagsyfirlit lánasjóða ríkisins 9. apríl 2021

Seðlabanki Íslands birtir nú efnahagsyfirlit lánasjóða ríkisins sérstaklega en það var áður hluti af efnahagsyfirliti annarra fjármálafyrirtækja. Ástæða þessarar breytingar er ný flokkun Hagstofu Íslands á stofnunum og fyrirtækjum hins opinbera. Hingað til hafa einungis A-hluta stofnanir verið taldar til hins opinbera í hagtölum. B-hluta og C-hluta stofnanir hafa flokkast eftir starfsemi í aðra efnahagsgeira, t.d. sem fjármálafyrirtæki eða atvinnufyrirtæki. Gögn lánasjóða ríkisins ná aftur til mars 1992.

Nánari upplýsingar um aðferðafræði hagtöluvinnslu Seðlabankans má finna hér

Hér má finna gögn fyrir lánasjóði ríkisins.

Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi lánasjóða ríkisins í Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is