Fara beint í Meginmál

Efnahagur Seðlabanka Íslands í júní 2024

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 922,9 ma.kr. í lok júní og lækkuðu um 26,4 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar eignir námu 35,2 ma.kr. og lækkuðu um 64 m.kr. og erlendar eignir námu 887,7 ma.kr. og lækkuðu um 26,4 ma.kr.

Skuldir Seðlabanka Íslands námu 830,1 ma.kr. og lækkuðu um 31,6 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar skuldir námu 750,7 ma.kr. og lækkuðu um 32,7 ma.kr. og erlendar skuldir námu 79,4 ma.kr. og hækkuðu um 1,1 ma.kr.

Staða gjaldeyrisforðans nam 887,5 ma.kr. og lækkaði um 26,4 ma.kr. í júní.

Sjá nánari sundurliðun á efnahag Seðlabanka Íslands í Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is